
UM OKKUR
Leyfðu þekkingu okkar og
reynslu að vinna í þína þágu!
X-M til borgarstjórnar er skipaður fjölbreyttum hópi fólks allstaðar að úr Reykjavík. Þar má finna frumkvöðla, fyrrverandi sveitarstjóra og sveitarstjórnarmann sem hefur látið til sín taka við að skapa ný atvinnutækifæri, geðhjúkrunarfræðingi sem þekkir heilbrigðisþjónustu borgarinnar, aðila með þekkingu á viðskiptum á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins, smið og geitabónda, samgöngusérfræðing sem hefur beitt sér fyrir öruggari samgöngum og lögfræðing sem er núverandi borgarfulltrúi, svo eitthvað sé nefnt.
Þessi fjölbreytti hópur hefur það að markmiði að gera borgina áreiðanlegri, þjónustuvænni, réttlátari og vistvænni og vill stuðla að meira jafnræði meðal allra hópa samfélagsins.
Þannig byggjum við betri og bjartari borg!