Ómar Már, fjölskyldan og áhugamál
Ómar Már er Vestfirðingur, stundaði sjóinn sem stýrimaður og hefur búið samtals í um 20 ár í Reykjavík. Hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps til 12 ára þar sem hann lét margt gott af sér leiða og hefur þar af leiðandi víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum.

Reynslubolti úr atvinnulífinu og með góða reynslu af sveitarstjórnarmálum
Ómar hefur komið víða við í atvinnulífinu, hefur komið að stofnun margra fyrirtækja, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viburði. Eftir að Ómar hætti sem sveitarstjóri einbeitti hann sér að því í samstarfi við Icelandic Plus ltd að mynda samstarf við innlenda framleiðendur sem framleiddu hundanammi úr aukaafurðum bæði frá fiskvinnslustöðvum og afurðastöðvum landbúnaðarins og eru þær íslenksu vörur nú seldar í yfir 7.000 verslunum í USA, Kanada og Ástralíu.
Ómar hefur góða aðlögunarhæfni, og finnst fátt meira spennandi en að takast á við krefjandi verkefni og ná árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Helstu áhugamál Ómars eru samverustundir með fjölskyldunni, líkamsrækt, útivera, ferðalög innanlands sem erlendis og að efla sig sem einstakling með þátttöku á námskeiðum, lestri góðra bóka og með samveru góðra félaga.
Ómar Már er giftur Laufeyju Þóru Friðriksdóttur, hársnyrtimeistara. Börn þeirra eru Ester Lilja, búsett í Ástralíu, Friðrik Valur, Aldís Ósk og Alda Marín. Barnabörnunum fjölgar og telja þau nú sex, þar af þrjú búsett í Ástralíu.