top of page

Hverfasamfélög sem ber að vernda

Borgarstjórn brosir og talar einhvernveginn inn í framtíðina en bæði Ármann og Þróttur hafa fyrir löngu gefið eftir sín gömlu íþróttasvæði fyrir uppbyggingu sem ekki kemur.Samfélag sem ber að vernda

Hverfablaðið: Laugardalur, Háleiti & Bústaðir. 4 tb. apríl 2022


Ef það er til rótgróið hverfi þá er það sú íbúðabyggð sem hverfist um Laugardalinn, allt frá Laugarnesi inn í Sogamýri þar sem Hjálpræðisherinn hefur nú reist nýjan kastala. Byggingu sem hann opnaði fyrir skólabörnum þegar skólamál í Fossvogsdal voru komin í óefni. Hverfið sem stendur utan um póstnúmer 104 er gamalgróið og sumir gætu freistast til þess að halda að uppbyggingu þess sé lokið. Fyrir vikið gleymist það eins og mörg önnur borgarhverfi á milli kosninga.


Það gerist eiginleg ekki neitt, öðru hvoru er íbúakosning um hvort eigi að mála leiktæki, slá grasflöt eða setja upp vatnskrana fyrir hlaupara. Það er gott og gilt en Íþróttafélögin í hverfinu eru í svelti, margsvikin loforð um bætta aðstöðu og nýtt íþróttahús.


Borgarstjórn brosir og talar einhvernveginn inn í framtíðina en bæði íþróttafélögin Ármann og Þróttur hafa fyrir löngu gefið eftir sín gömlu íþróttasvæði fyrir uppbyggingu sem ekki kemur.


Kyrðin rofin

En nú er kyrðin í hverfinu rofin. Þar er verið að reisa 2.000 íbúða byggð við ósa Elliðaáa en samgöngumálin eru óleyst og íbúar fá bara mynd af stokki yfir Sæbrautina sem verður byggður einhverntímann í framtíðinni, en ekki er lokið við að semja við ríkið um fjármögnun hans. Á sama tíma verða íbúar við Skeiðavoginn og aðliggjandi götur að þola stöðugt lengri bílaraðir á álagstímum. Jafnframt er verið að skipuleggja að taka burtu tvær akreinar á Suðurlandsbraut og byggja þétta háhýsabyggð ofan í götuna.


Það hefur í för með sér að samgöngur munu versna og helstu samgönguæðar til breytast verulega gegn þörfum íbúa. Umferðatafir munu aukast og gæði þess að búa í hverfinu minnka.


Það er hins vegar margt til að gleðjast yfir varðandi Langholts-, Voga- og Laugarneshverfi. Hverfin eru hlýleg, með fallega götumynd, gott og öflugt skólastarf og fallegt félagslíf eins og sést í starfi KFUM og KFUK við Holtaveg, starfi íþróttafélaganna í Laugardal, starfi Hjálpræðishersins við Sogamýri, að ekki sé talað um Ljósið sem stendur við Langholtveg.


Allt þetta þarf að styrkja um leið og lífsgæði íbúa í þessum rótgrónu hverfum eru tryggð. Mikilvægt er að standa vörð um að þeim verði ekki fórnað fyrir óljósa þéttingar- og borgarlínudrauma .


Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins til borgarstjórar og fyrrverandi sveitarstjóri.

Setjum X við M þann 14. maí nk.

1 comment
bottom of page