
Um mig
Ég heiti Ómar Már Jónsson og er
oddviti M-listans til borgarstjórnar

Hvaðan kem ég ?
Ég ólst upp í Súðavík. Fór að stunda sjómennsku snemma sem leiddi mig í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Útskrifaðist með II stigs skipsstjórnaréttindi. Fór aftur á sjóinn sem II og síðan I stýrimaður á togurum með hléum sem nýtt voru til náms við Tækniskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem Iðnrekstarfræðingur af markaðssviði.
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
Ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps árið 2002 til loka kjörtímabilsins 2014.
Á þeim 12. árum gengdi ég trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið og stjórnvöld í ýmsum nefnum og ráðum. Eitt af markmiðum mínum í sveitarfélaginu var að koma því rækilega á kortið, bæði að gera það aðlaðandi fyrir ungar fjölskyldur, laða að ný fyrirtæki með ný störf og betrumbæta innviði samfélagsins fyrir íbúanna og gera að spennandi valkosti fyrir ferðamenn.
Ég tel að þau markmið hafi mér ásamt sveitarstjórnum tekist vel að framkvæma.
Aftur til Reykjavíkur
Eftir að þriðja kjörtímabilinu lauk fluttum við fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og hef ég verið framkvæmdastjóri í eigin fyrirtækjum ásamt því að sinna ráðgjafaverkefnum fyrir erlend fyrirtæki við að para saman íslensk fyrirtæki við erlend með samvinnu og samstarf í huga.
Icelandic Plus ltd.
Ég starfaði sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Icelandic Plus ltd. frá 2015 til 2021. Það félag er með höfuðstöðvar í USA en lætur framleiða nammi fyrir hunda og ketti, búið til af íslenskum fyrirtækjum úr aukaafurðum frá fiskvinnslustöðvum og afurðastöðvum landbúnaðarins. Vörur félagsins eru seldar í um 7.000 verslunum í USA, Kanada og Ástralíu.
Miðflokkurinn
Skipaði 4. sæti Miðflokksins í Reykjavík suður í Alþingskosningunum 2021.
Er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026.
Mennta- og starfsferill
2011 -
Fjölda námskeiða í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun o.fl. Allt námskeið sem hafa það að markmiði að gera mig að betri útgáfu af sjálfum mér og verða hæfari til að takast á við öll verkefni lífsins, hvort sem er í leik eða starfi.
1991 – 1996
Tækniskólinn í Reykjavík. Útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði í lok árs 1996.
1986 – 1988
Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Útskrifaðist með II stigs skipstjórnarréttindi vorið 1988.
Önnur störf
Á þeim þeim tíma er ég starfaði sem sveitarstjóri tók ég að mér eftirfarandi trúnaðarstörf:
Stjórnarmaður í Byggðasafni Vestfjarða 2011-2014
Formaður stjórnar Atvinnuþróunarf. Vestfirðinga. 2011-2014
Stjórnarm.í Byggðasamlagi Vestfj. 2011-2014
Stjórnarm.í Fjórðungssamb. Vestf. 2010-2014
Stjórnarmaður í Samt. sveitarf. á köldum svæðum. 2009-2015
Formaður stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf. 2007-2015
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps 2002–2014
Í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps 2006-2014
Framkvæmdastj.Fasteignaf. Langeyri ehf 2005-2015
Stjórnarm. í Iceland Sea Angling hf. 2003-2015
Framkvæmdastjóri og í stjórn Grundarstrætis ehf. 2002-2014
Seta í svæðisráði Svæðisvinnumiðlunar Vestfj. 2002-2010
Aðrar persónulegar upplýsingar
Er giftur Laufeyju Þóru Friðriksdóttur, hársnyrtimeistara. Börn okkar eru Ester Lilja, búsett í Ástralíu, Friðrik Valur, Aldís Ósk og Alda Marín. Barnabörnunum fjölgar og telja þau nú sex, þar af þrjú búsett í Ástralíu.