top of page
FB-header-Reykjavik.jpg

OKKAR ÁHERSLUR

Fasteigna- og lóðaskorturinn í Reykjavík

Um neyðarástand er að ræða á fasteignamarkmarkaðinum sem þarf að bregðast fljótt við og einfalda og flýta skipulagsmálunum þannig að við búum ekki stöðugt við núverandi vanda á fasteignamarkaði.  

Fasteignamat hefur hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað um 41%.    Á sama tíma hefur fasteignum aðeins fjölgað um 10%.  Við ætlum að tryggja nægt framboð byggingalóða fyrir alla hópa.

Talið er að óuppfyllt íbúðaþörf í Reykjavík sé um 4.000 íbúðir. Reykjavíkurborg á um 17.000 hektara af óbyggðu landi sem nær frá sjávarmáli upp í 120 metra hæð. A.m.k. helmingur þess svæðis (8.500 hektarar) er nýtanlegt land. Sem dæmi er Keldnaland einungis 130 hektarar.

Reykjavík skortir því ekki landrými.

Við ætlum að leggja áherslu á að byggja á óbyggðu landi, draga úr ,,þéttingu byggðar“ áherslum.  Gera betur við að aðstoða ungt fólk í sínum fyrstu kaupum í samstarfi við stjórnvöld. Hraða uppbyggingu í Úlfarsársdal, Gufunesi, Geldinganesi, Keldnalandi, Kjalarnesi og víðar.

 

Við ætlum að beita okkur fyrir áherslu á uppbyggingu íbúðahverfa með fjölbreytta húsategundir þ.m.t. úthlutun á einbýlishúsalóðum sem skortur er á. Fjölbreytt íbúðasvæði þar sem höfuðáhersla verði lögð á umhverfisvæna / græna uppbyggingu hverfa. Að skapa forsendur þar sem eftirspurn eftir húsnæði leiði ekki til stighækkandi verðhækkana eins og verið hefur. Með því setjum við íbúa og fyrirtæki í fyrsta sæti.

Til að ná tökum á leigumarkaðinum og rétta af stöðuna milli framboðs og eftirspurnar ætlum við að beita okkur fyrir því að setja á leiguþak, sambærilegt og er víða í borgum í Evrópu þar sem kveðið er á um hámarksleigu miðað við stærð og ástand húsnæðis.  Það mun leiða til minni hvata fyrir fjárfesta til að safna að sér eignum til að leigja út á okurverðum.

Markmiðið er að skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar til styttri og lengri tíma litið sem leiðir til lægri markaðsverða og lægri leigukostnaðar fyrir leigendur.

 

Reykjavíkurborg er samansett af mjög ólíkum hverfum og hefur borgin ekki sinnt mörgum þeirra sem skildi. Við ætlum að tryggja jafnan tilverurétt og uppbyggingu allra hverfa þannig að hvert og eitt þeirra getir blómstrað. 

Eftir að tökum hefur verið náð á fjárhagsmálum borgarinnar munum við beita okkur fyrir lækkun skatta á fólk og fyrirtæki í gegn um fasteignagjöldin. 

Með því að gera breytingar á álagningu fasteignagjalda samhliða fjárhagsáætlunargerð ár hvert sem leiði til þess að fasteignagjöld hækki ekki í takt við stjórnlausar hækkanir á fasteignaverði, heldur verði upphæð fasteignagjalda tengt við byggingarvísitölu.

husnaedi
fjamal
FB-header-Reykjavik.jpg

Fjármál borgarinnar

Reykjavíkurborg er ekki fjárhagslega sjálfbær og á því þarf að taka af ábyrgð og festu.


Reykjavík er efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins og á að geta nýtt sér stærðarhagkvæmni sem hún hefur ekki náð fram. 

Reykjavíkursamstæðan var með neikvæðan rekstur á A-hluta á síðasta ári sem nam um 3 milljarðar kr. Heildarskuldir borgarinnar eru áætlaðar í lok yfirstandandi kjörtímabils 423 milljarðar kr. og hafa tvöfaldast á síðustu sex árum sem hefur leitt til þess að engin íbúi í landinu skuldar meira en íbúi Reykjavíkur.  Nemur skuld hvers íbúa í Reykjavík 3 millj.kr.  Þau sveitarfélög sem komast okkur næst í skuld per. íbúa er Mosfellsbær með 1,3 millj.kr. per íbúa og í Garðabæ um 900 þús. kr. per íbúa.  

Tap hefur verið á rekstri Reykjavíkurborgar síðastliðin sex ár sem hefur leitt til þess að borgin hefur þurft að fara í auknar lántökur til að greiða fyrir hefðbundinn rekstur, afborganir og vexti af lánum. 

Við verðum og ætlum okkur að stöðva skuldasöfnun borgarinnar! 


Við ætlum að taka til skoðunar alvarlega athugasemd Eftirlitstofnun EFTA (ESA) til innnviðaráðuneytisins um hvernig Félagsbústaða eignir og rekstur Reykjavíkurborgar er blásinn út í ársreikningi. Mat ESA er að ársreikningar samstæðunnar gefi villandi mynd af fjárhagslegri stöðu borgarsjóðs sem geti beinlínis verið refsivert, að gefa lánveitendum borgarinnar rangar upplýsingar um stöðu borgarsjóðs. 

Ársreikningarnir eru því ekki samanburðarhæfir við aðrar borgir sem heyra undir ESA.

Jafnframt hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gert alvarlega athugasemd við fjárhagsstöðu borgarsjóðs vegna ársreiknings 2021. 

Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor viljum við taka samtal við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um að ná stjórn á skuldaaukningu og rekstri borgarinnar.  Bregðast síðan við í framhaldi með það að leiðarljósi að slá skjaldborg utan um skyldubundna þjónustu við borgarbúa.  

Við ætlum að gera aðgerðaráætlun sem miðast við að ná heildarskuldbindingum samstæðu borgarinnar niður fyrir 150% viðmiðunina fyrir lok kjörtímabilsins 2022-2026. 

 

Við viljum einfalda rekstur borgarinnar, selja eignir í samkeppni, s.s. malbikunarstöðina Höfða.  Leita leiða til að lækka rekstarkostnað borgarinnar og setja aðhald í rekstri í forgang. Setja öll stærri verkefni í útboð, s.s. sorphirðu og verkefnið Stafræna umbreytingu sem er án markmiða og áætlað er að kosti 3 til 4 milljarða á næsta kjörtímabili og 10 milljarða í heildina.

Við ætlum að sjá til þess að allar sölur á landeignum og fasteignum borgarinnar séu gerðar í gagnsæu og opnu ferli, þar sem allir sitji við sama borð. Mikilvægt er að koma í veg fyrir vina- eða skyldmenna viðskiptasamninga sem ekki er hafið yfir gagnrýni.

Ójöfn staða sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Höfuðborgin er að standa sig betur en mörg nágrannasveitarfélögin þegar kemur að úrræðum fyrir þá sem standa höllum færi, sem m.a. má sjá í samanburði á fjölda félagslegs húsnæðis, þar sem þungin er hvað mestur í Reykjavík þarf að meta stöðuna út frá höfuðborgarsvæðinu öllu. 

 

Séu nærliggjandi sveitarfélög ekki að sinna sínu lögbunda þjónustuhlutverki gagnvart þeim sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda eða annarri félagslegri þjónustu, þarf að jafna þá stöðu meðal sveitarfélaga þannig að nærliggjandi sveitarfélög greiði þá borginni fyrir að taka þungan af þeim málaflokki. 

 

Sú útfærsla er þekkt í Kaupmannahöfn þar sem stjórnvöld settu lög sem fól í sér að í gegn um jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar sem nærliggjandi sveitarfélög greiða til stærsta sveitarfélagsins þann mismun og jafna þannig stöðu þeirra.

 

Samgöngumál í Reykjavík

samgongur
FB-header-Reykjavik.jpg

Nær engar úrbætur hafa verið gerðar síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi.

 

Tafakostnaður í umferðinni í Reykjavík er áætlaður yfir 56 milljarða á ári.

Við ætlum að beita fyrirhyggju þegar kemur að skipulagsmálum með því að horfa til margra áratuga við gerð aðalskipulags í samgöngum.

X-M hafnar þungri borgarlínu.  

Leiðin til að breyta umferðarháttum er ekki fólgin í meiri háttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma.  Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti sem mæta nútíma- og framtíðar þörfum íbúum borgarinnar og bera með sér að geta þróast áfram.  Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum í að laga einn samgöngumáta á kostnað annars.

Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur.  Koma fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa.  

Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar.

Grænum áherslum í samgöngumálum náum við með orkuskiptum og með deilibílahagkerfinu sem er í mikilli þróun og þarf að styðja enn frekar við.

 

Við ætlum að vernda rétt og frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum.  Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta.

Sundabraut er áhugaverður kostur sem ber að halda áfram að vinna að í samvinnu við stjórnvöld og í sátt við þá íbúa og fyrirtæki sem verða fyrir röskun vegna framkvæmdanna. 

Tryggjum áframhaldandi opnun Laugavegs, Skólavörðustígar og Bankastrætis í samvinnu við atvinnulíf þess svæðis.

Í dag er innan við 4% íbúa sem nota strætó á höfuðborgarsvæðinu.  Það hefur þannig mistekist að skipuleggja almenningssamgöngur út frá þörfum borgarbúa.   
Við viljum að almenningssamgöngur / strætó verði gjaldfrjáls fyrir alla í a.m.k. 3 ár og eftir þann tíma verði metið hvort nýtingin nái tilætluðum árangri en til þess að strætó verði fjárhagslega sjálfbær rekstrareining þarf a.m.k. 14% nýtingu. 

Átak þarf í að bæta öryggi, bæði gangandi og hjólandi vegfaranda og þeirra sem ferðast á rafskútum. 

Um 100 slys urðu á árinu 2021 tengt rafskútum.  Í samvinnu við lögreglu, samgöngustofu og stjórnvöld, komum með fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka slys á rafskútum. Danir eru í fararbroddi þegar kemur að öryggismálum tengt rafskútum.  Kynnum okkur það, við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið.

Við ætlum að standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýri. Flugvöllurinn er miðstöð innanlandsflugs og mikilvæg samgönguæð fyrir alla landsmenn.

Mikilvægt er að stórbæta þrif á stofnbrautum, hjóla og göngustígum.

Stjórnkerfi borgarinnar

Starfsmannafjöldi Reykjavíkurborgar hefur aukist um 2.000 manns á kjörtímabilinu 2018-2022, um 500 manns á ári og launakostnaður borgarinnar hefur hækkað um 15 milljarða kr. á yfirstandandi kjörtímabili.

 

Við ætlum að setja ráðningarstopp hjá Reykjavíkurborg sem leiðir af sér náttúrulega fækkun starfsmanna.

 

Fara þarf í heildarendurskoðun á starfsmannastefnu borgarinnar með það að markmiði að lækka launakostnað m.a. með fækkun starfsmanna í stjórnsýslunni en án þess þó að skerða lögbundna þjónustu borgarinnar

   

Gagngera endurskoðun þarf á reglum og málsmeðferð skipulags- og byggingaryfirvalda til að einfalda kerfið, draga úr flækjustigi og óþarfa töfum. Á sama tíma ætlum við að flýta afgreiðslum og stytta biðtíma hjá borginni.

 

Við munum einnig bæta skilvirkni þjónustu borgarinnar við íbúa þess og fyrirtæki.   

Engin atvinnugrein hefur hækkað jafn mikið í launum eins og opinberir starfsmenn og leiða opinberir starfsmenn launahækkanir í landinu. Opinberir starfsmenn eiga ekki að vera leiðandi afl í launaþrónun landsmanna.  Þess vegna ætlum við, strax eftir kosningar að endurkoða launastefnu borgarinnar.

 

stjorkerfi
þjonustuborg
FB-header-Reykjavik.jpg

Þjónustuborgin Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur skyldum að gegna gagnvart borgarbúum og fyrirtækjum í borginni.  Ekki aðeins að veita þá þjónustu sem henni þóknast að veita heldur ber henni skylda að veita lögbunda þjónustu samkvæmt sveitarstjórnarlögum. 

Í þjónustukönnunum sem borgin lét framkvæma árið 2018 og 2019 mældist borgin langneðst í þjónustukönnun í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.  Innan við 40% borgarbúa voru ánægð með heildarþjónustu borgarinnar.

Einn besti mælikvarðinn á hvernig borgin er að standa sig eru slíkar kannanir meðal ólíkra hópa til að sjá hvar borgin stendur sig vel og hvað má bæta.  

 

Einnig þarf Reykjavíkurborg að setja sér þjónustustefnu, markmið hvernig hún vilji standa sig. Það er skilvirkasta leiðin að bera síðan saman við niðurstöður slíkra kannana og sjá hvað má bæta.  Slíkar kannanir á að gera árlega, bæði meðal borgarbúa og fyrirtækja.  

Við ætlum að beita okkur fyrir því að Reykjavík geri samanburðarhæfar þjónustukannanir við erlendar borgir og beri sig saman við þá sem eru að standa sig best í því skyni að gera betur gagnvart öllum hópum samfélagsins.

fyrirtaekjaborgin
FB-header-Reykjavik.jpg

Fyrirtækjaborgin Reykjavík

Við erum að missa frá okkur fyrirtæki yfir til nágrannasveitarfélagana og við því þarf að bregðast. 

 

Við ætlum að leggja áherslu á að bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki. 

 

Eiga virkt samtal við stjórnvöld um að einfalda eftirlitskerfi stofnana sem hafa með nýsköpunarfyrirtæki / sprotafyrirtæki að gera og auðvelda nýjum fyrirtækjum þannig fyrstu skrefin. 

Við munum beita okkur fyrir því að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi út um alla borg, ekki bara á Esjumelum eins og núverandi meirihluti bíður upp á, sem hefur haft í för með sér samdrátt í atvinnustarfsemi annarsstaðar s.s. í Vogunum og á Höfða.

 

Fjölgun íbúa á komandi árum kallar á fleiri og fjölbreyttari störf og á því þarf að taka núna.  

 

Við ætlum að búa til raunverulega hvata sem leiða til þess að það verði fýsilegri kostur fyrir fyrirtæki að skapa störf staðsett í borginni frekar en annars staðar.

 

Græna borgin Reykjavík

graena borgin
FB-header-Reykjavik.jpg
FB-header-Reykjavik.jpg

Miklar samfélagsbreytingar eru að verða í umhverfismálum og hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í þeirri þróun sem er að eiga sér stað.

Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040.

​Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl.  Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð.

Reykjavíkurborg á að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni.

Til að Reykjavíkurborg verði sjálfbær, þarf margt að breytast hjá borginni. 

Það þarf að bæta fjárhag borgarinnar, og endurskoða allan rekstur borgarinnar með umhverfismál að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist.

Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag.  

Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bílaflota í eigu borgarsjóðs og leggja áherslu á að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf jafnframt mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun.

​Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta.  

​Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk.

Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra.

​Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða raunverulega græn og sjálfbær borg.

Eldri borgarar í Reykjavík

Byggja þarf upp réttlátara kerfi fyrir eftirlaunafólk og það sé gert með sóma og af virðingu.

 

Samkvæmt greiningu Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir eftirlaunaþegum eigi eftir að fjölga um 40.000 á næstu 20 árum. Kostnaður vegna þjónustu við þann hóp mun því hækka umtalsvert m.a. vegna fjölgunar hjúkrunarheimila, og heilsueflandi verkefna og forvarna.  

 

Við ætlum að fara í gagngera endurskoðun á þörfinni eftir íbúðum fyrir eldri borgara með þjónustukjörnum og beita fyrirhyggju í að áætla húsnæðisþörf til lengri tíma.

Tryggja þarf betur sjálfsákvörðunarrétt eftirlaunafólks og leggja sérstaka áherslu á að fólk fái alla þá aðstoð sem það þarf þegar það þarfnast hennar.

Við ætlum að búa til hvata í gegn um fasteignagjöldin sem leiða til þess að eftirlaunaþegar sem búa í stærri eignum geti minnkað við sig og greiði þannig mun lægri fasteignagjöld en er í dag, sjái það sér hag í því.

 

Jafnframt munum við beita okkur fyrir því að búa til hvata fyrir fyrirtæki sem leiða til þess að fólk geti starfað lengur eftir að eftirlaunaaldri sé náð.

Markmiðið er að eftirlaunafólk búi við fjárhagslegt og félagslegt öryggi.

Grunnskólarnir í Reykjavík

eldri borgarar
FB-header-Reykjavik.jpg

Við ætlum að ráðast strax í endurbætur á skólahúsnæði vegna mygluvandamála.  Borgin hefur fallið á prófinu um að vera með forvirkt eftirlitskerfi á fasteignum í eigu borgarsjóðs.

 

Með forvirku eftirlitskerfi er hægt að forða vanhirðu og bregðast tímanlega við, til að fyrirbyggja kostnaðarsamt viðhald síðar meir vegna skorts á fyrirhyggju.  Mikilvægt er að koma á virku eftirlitskerfi með öllum fasteignum borgarinnar og bregðast við, áður en í óefni er komið. 

Niðurstöður PISA kannana og árangur okkar borin saman við aðrar þjóðir hafa sýnt okkur fram á að við getum gert betur.  

Miðstýrða- stærðar-hagkvæmis-skólastefna borgarinnar hefur reynist mörgum börnum vel, en ekki öllum.  Stöðugar breytingar í samfélagsgerðinni kalla á meiri fjölbreytileika í skólakerfinu og auknar miðstýrðar kröfur að ofan um meiri árangur í skólum er ekki að ná tilætluðum árangri í þeim fjölbreytileika sem við búum við. 

Það er áskorun að breyta risavöxnu stöðnuðu skólakerfi sem er miðstýrt með boðum að ofan, en lausnin fellst í því að breytinginnar þurfa að koma innan frá, í grasrótinni í samvinnu við skólastjórnendur og kennara.

Við ætlum að mæta ólíkum þörfum kynjanna og ólíkum þörfum íslenskra nemenda og þeirra sem koma erlendis frá inn í skólakerfið okkar.  Stórauka þarf stuðning inn í skólakerfið við kennara með félagsfræðingum, sálfræðingum og þroskaþjálfum. 

Við ætlum að halda betur utan um þá nemendur sem eru með frávik og þurfa stuðning innan skólakerfisins. 

 

Leikskólarnir í Reykjavík

Grunnskolar
leikskolar
FB-header-Reykjavik.jpg

Foreldrar búa við viðvarandi biðlista á leikskólum og hafa gert í a.m.k. 20 ár.  Á sama tíma segja tölulegar staðreyndir okkur að börnum yngri en 7 ára hefur fækkað um 7% í Reykjavík frá árinu 2002, þ.e. á síðustu 20 árum.  

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2018, var viðvarandi skortur leikskólaplássum.  Á árabilinu 2014 til 2018, fækkaði börnum sjö ára og yngri í Reykjavík hins vegar um 12%.

Við ætlum að fölga úrræðum með dagvistun til að spyrna við því að ungar fjölskyldur flytji í nágrannasveitarfélögin þar sem þau fá skjótari dagvistunarþjónustu.

Við ætlum að beita okkur fyrir því að leikskólar borgarinnar verði gjaldfrjálsir fyrir börn að þriggja ára aldri og einnig verði tekjutenging, þannig að tekjulágir fái afslátt af leikskólagjöldum. 
Þannig komum við hvað best til móts við ungar fjölskyldur og við þá sem eru að glíma við að ná endum saman um hver mánaðarmót.    

Við ætlum að beita okkur fyrir því að efla snemmtæka íhlutun hjá börnum í leikskólum með möguleg frávik sem þurfa á meiri þjónustu að halda. Til þess þarf að stytta biðlista verulega og bæta skilvirkni þjónustu við þann hóp. Það er hægt og sparar fjármagn til lengri tíma, því ef ekki er gripið strax inn í með börn með frávik leiðir það síðar meir til verulegs aukakostnaðar bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Við ætlum okkur að sýna meiri og áreiðanlegri fyrirhyggju þegar kemur að því að spá fyrir um lýðfræðilega þróun og íbúasamsetningu í Reykjavík og að borgin bregðast við áður en í óefni er komið.

Reykjavíkurborg á að vera barnvæn borg. 

Við ætlum að beita okkur fyrir þeim breytingum sem þarf, sem leiða til þess að ungar barnafjölskyldur líti á borgina sem besta og áreiðanlegasta kostinn til að vaxa upp í, bæði í leik og starfi.

 

Málefni öryrkja og fatlaðra í Reykjavík

Sveitarfélögum ber skylda til þess að fatlaðir njóti allra réttinda til jafns við aðra í samfélaginu.  

Við ætlum að tryggja sanngirni og eðlilegt lífsviðurværis umhverfi og jákvæða hvata fyrir öryrkja og fatlaða. 

Jafnframt munum við standa vörð um rétt fatlaðs fólks til að velja það búsetuform og þá búsetu sem hentar því og í samráði við fulltrúa öryrkja og fatlaðs fólks við allar ákvarðanir sem varðar hag þeirra.

Við ætlum að fjölga verulega húsnæði fyrir fjölfatlað fólk, en fyrir síðustu áramót 2021/2022 voru 140 skjólstæðingar borgarinnar á biðlista eftir húsnæði og er biðtími þess hóps allt að 5 ár. Markmiðið er að biðtími sé ekki lengri en sex mánuðir eftir húsnæði.

Við munum beita okkur fyrir átaki sem þarf í mannréttindum fatlaðs fólks, tryggja að það njóti allra réttinda til jafns við aðra og geti lifað sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í íslensku samfélagi.  Beitum okkur fyrir því að aðlaga samfélagið að þörfum hvers og eins.  

 

Öryrkjar og fatlaðir einstaklingar eiga rétt á að fá að lifa án mismununar, fordóma, og hvers kyns misréttis.

Við munum beita okkur fyrir akstursþjónustu fatlaðra með bætingu í huga. 

Skoða þarf hvort akstursþjónusta til handa fötluðum sem er lögbundið verkefni sveitarfélaga sé betur borgið hjá Strætó ehf.

 

Íþróttaborgin Reykjavík

iþrottir
oryrkjar
FB-header-Reykjavik.jpg

Við ætlum að beita okkur fyrir því að byggður verði þjóðarhöll í Reyjavík, sem geti hýst stór íþróttaviðburði.  Mikið er um stóra tónleika og vöru- og þjónustusýningar sem tekur tíma af iþróttastarfi barna og unglinga sem skapar óánægju, bæði hjá börnum og foreldrum. 

Við munum leggja áherslu á íþróttaiðkun í öllum hverfum borgarinnar og að öll börn, óháð, kyni og þjóðerni hafi jafnan aðgang að íþróttamannvirkjum og íþóttastarfi.  Frístundakort er liður í því mikilvæga starfi og munum við beita okkur fyrir því að hækka upphæð frístundakorta til að ná þeim markmiðum enn betur.  

 

Menningarborgin Reykjavík

Af nógu er að taka í höfuðborginni fyrir áhugafólk um listir og menningu. Í Reykjavík er að finna meira en 60 söfn, sýningarstaði og gallerí, auk tónleikastaða og leik- og bíóhúsa. Sköpunarkraftur bæði innlendra og erlendra listamanna er í hávegum hafður auk þess sem sögu lands og þjóðar er gert hátt undir höfði.

 

Við ætlum að standa vörð um þá mikilvægu atvinnugrein og styðja við þá þróun. Reykjavíkurborg á að skapa sér sérstöðu þegar kemur að menningu, meðal íbúa landsins og einnig fyrir ferðamenn sem sækja okkur heim um stundarsakir.    

menningarborg
bottom of page